Neyðarkall eiginkonu leikarans Charlie Sheen til lögreglunnar í Colorado eftir að hann hótaði að drepa hana hefur nú verið birt í fjölmiðla. Sheen, sem er einn hæstlaunaði leikari í Bandaríkjunum, hefur verið mikið í fjölmiðlum eftir að hann réðst að eiginkonu sinni með ofbeldi og að því er virtist hótaði henni lífláti.
Nokkrum klukkustundum áður en Sheen var handtekinn hringdi kona hans, Brooke Meuller, í neyðarlínuna og fékk samband við lögreglu. „Eiginmaður minn hélt mér....með hníf og ég óttaðist um líf mitt og hann ógnaði mér,“ segir Meuller. „Ertu laus frá honum núna?“ spyr lögreglumaðurinn. „Já núna, það er fólk sem heldur okkur í sundur...ég hélt að ég myndi deyja...“
Hjónin voru stödd í jólafríi á skíðasvæðinu í Aspen í Colorado þegar árásin átti sér stað. Þau eiga saman 8 mánaða gamla tvíburasyni. Sheen hefur ekki enn verið ákærður.