Söngkona ársins í Færeyjum

Eivör Pálsdóttir.
Eivör Pálsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ei­vör Páls­dótt­ir hef­ur verið val­in söng­kona árs­ins í Fær­eyj­um, að sögn Sosial­ur­in. Verðlaun­in bæt­ast í mikið safn viður­kenn­ing­ar sem fær­eyska söng­kon­an hef­ur hlotið á ferl­in­um. Hún hlaut m.a. Íslensku tón­list­ar­verðlaun­in 2003 í tveim­ur flokk­um, sem besta söng­kona og besti flytj­andi árs­ins. 

Ei­vör var val­in Fær­ey­ing­ur árs­ins 2004 og árið 2005 var hún til­nefnd til sex verðlauna í Dönsku tón­list­ar­verðlaun­un­um. Hún var þá val­in söng­kona árs­ins í Dan­mörku og plata henn­ar, ei­vør, val­in plata árs­ins. Árið 2005 fékk Ei­vör einnig leik­list­ar­verðlaun Grím­unn­ar fyr­ir tón­verk og flutn­ing í leik­rit­inu Úlf­hams­saga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það má alltaf græða á samtali við góðan mann, einkum ef hann deilir áhugamálum með þér. Það hefur aldrei stöðvað þig að hræðast það sem koma skal.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það má alltaf græða á samtali við góðan mann, einkum ef hann deilir áhugamálum með þér. Það hefur aldrei stöðvað þig að hræðast það sem koma skal.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir