Það kom vegfarendum á Grafton Street verslunar- götunni í Dyflinni sjálfsagt í opna skjöldu þegar nokkrir býsna vel þekktir írskir tónlistarmenn tóku upp á því að búska þar, þ.e. syngja og biðja um peninga fyrir.
Þetta voru þeir Bono, Glen Hansard, Damien Rice og Mundy. Tilgangurinn var að afla fjár fyrir samtök sem styrkja heimilislausa, Simon Community.
Söngvararnir sungu þrjú lög og hlutu gríðarmikið lófatak fyrir að loknum söngnum.
Nánar um þetta úppátæki í Morgunblaðinu í dag.