Sylvester Stallone hálsbrotnaði við tökur

Sylvester Stallone
Sylvester Stallone Reuters

Leikarinn Sylvester Stallone hálsbrotnaði við tökur á nýjustu kvikmynd sinni. Í myndinni The Expendable fer Stallone með hlutverk glímukappans Steve Austin. Svo alvarleg voru meiðsl leikaranns að hann þurfti að fara í viðamikla skurðaðgerð eftir slysið sem gerðist í slagsmálaatriði.

Stallone segir að verulega hafi verið tekið á því í atriðinu og meira að segja áhættuleikararnir hafi beðist vægðar. Hann hefur helst ekki viljað ræða atriðið en staðfestir að vera með málmplötu í hálsinum en henni var komið fyrir í aðgerðinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Stallone, sem er 63 ára gamall, slasast við gerð myndar. Þegar Rocky IV var kvikmynduð árið 1985 tókust hann og Dolph Lundgren, sem einnig leikur í  The Expendables, svo harkalega á að Stallone var við dauðans dyr eftir högg sem hann fékk í höfuðið og brjóstið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar