Metaðsókn í bíó árið 2009

Avatar var sú kvikmynd sem fékk mesta aðsókn á síðasta …
Avatar var sú kvikmynd sem fékk mesta aðsókn á síðasta ári. Reuters

Aðsókn í kvikmyndahús hérlendis hefur aldrei verið jafn mikil og árið 2009. Þá voru seldir 1.690.310 miðar fyrir 1.418.162.965 kr. samkvæmt tölum frá SMÁÍS, samtökum myndrétthafa á Íslandi. Frá árinu 2008 jókst aðsóknin um 7% og heildartekjurnar jukust um 12%.

Það var á síðustu sýningu á síðasta degi ársins þar sem stórmyndin Avatar náði toppsætinu af The Hangover, sem hafði verið stærsta mynd ársins fram að því og er reyndar enn sú sem flestir fóru að sjá 2009. Munurinn í lok árs var aðeins 33.318 kr. Verður þetta að teljast góður árangur hjá Avatar sem var aðeins tíu daga í sýningu á árinu.

Þrjár íslenskar myndir ná inn á topp tuttugu listann og nær Jóhannes að vera stærsta íslenska myndin á árinu en næst kemur Bjarnfreðarson, sem er enn í sýningu, og svo Algjör Sveppi. Hlutdeild íslenskra mynda var rúmlega 10% sem er svipað og árið áður og sýnir að íslenskar myndir halda sinni hlutdeild á markaðinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar