Ballöður, popp og fiðla

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eva María Jónsdóttir kynna undankeppnina í …
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eva María Jónsdóttir kynna undankeppnina í kvöld Birtist á forsíðu með tilvísun á bls. 47. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjár lítið þekktar dökkhærðar söngkonur og tveir kunnir karlkyns söngvarar taka þátt í fyrsta undanúrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Tvö lög af þeim fimm sem keppa í kvöld komast áfram í úrslitaþáttinn sem fer fram 6. febrúar og eru það áhorfendur sem velja þau með símakosningu. Næstu undanúrslitaþættir fara fram 16. og 23. janúar.

Lögin fimm sem taka þátt í kvöld eru öll sungin á ensku og fjalla yfirleitt um ástina eða annað álíka fallegt.

In The Future

Eftir: Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og Daða Georgsson

Flytjandi: Karen Pálsdóttir

Það er alþjóðleg stemning í þessu ágæta popplagi og kæmi ekki á óvart að magadansarar yrðu á sviðinu með söngkonunni ungu. Lagið virkar ágætlega við fyrstu hlustun en svipar mjög til 50% af Evróvisjónlögum undanfarin ár. Ekki nógu afgerandi til að fleyta Íslandi áfram.

You Knocked Upon My Door

Eftir: Jóhannes Kára Kristinsson

Flytjandi: Sigurjón Brink

„Hvort er ég að hlusta á Cat Stevens eða lag úr Disney-teiknimynd?“ var það sem ég spurði mig að þegar ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti. Þetta er falleg ballaða en ég veit það ekki, megum við við því að vera svona væmin í þessu árferði?

Out Of Sight

Eftir: Matthías Stefánsson og Matthías Matthíasson

Flytjandi: Matthías Matthíasson Gat verið, fiðluleikur. Það verður örugglega nokkuð um hann í ár og næstu ár, allir ætla að nota sama trixið og Norsarinn sem sigraði í fyrra. Ég veit ekki hvort það virkar aftur, frekar en tunnutrommurnar sem voru ofnotaðar eftir sigur Ruslönu.

„Out Of Sight“ er stuðað þjóðlagapopp með rokktöktum í söng og leik. Hreif mig ekki en misjafn er smekkur manna sem betur fer.

The One

Eftir: Birgi Jóhann Birgisson og Ingva Þór Kormáksson

Flytjandi: Íris Hólm

Falleg píanóballaða í söngleikjastíl. Svolítið eins og breska lagið frá því í fyrra eftir Andrew Lloyd Webber. Vantar samt eitthvað í það svo það geti fetað í fótspor Webber eða „Is It True“.

You Are The One

Eftir: Harald G. Ásmundsson og Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur

Flytjandi: Kolbrún Eva Viktorsdóttir

Norah Jones og Avril Lavigne bönkuðu upp á í hausnum á mér þegar ég heyrði þetta lag fyrst. Eitthvað við það greip mig þó strax, enda hin myndarlegasta powerballaða hér á ferð. En ég veit ekki hvort það á heima í úrslitakeppni Evróvisjón frekar en hin lögin sem taka þátt í kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir