Cowell hættir í American Idol

Breski sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell tilkynnti í kvöld, að hann muni hætta sem dómari í American Idol sjónvarpsþáttunum eftir 10. þáttaröðina, sem hefst á morgun og ætli þess í stað að stýra bandarískri útgáfu af breska hæfileikaþættinum The X Factor.

Cowell sagði við blaðamenn að hann hafi samið um að The X Factor hefji göngu sína í Fox sjónvarpsstöðinni snemma á næsta ári. Fyrri samningur Cowells við stöðina kom í veg fyrir að hann gæti stýrt The X Factor í bandarísku sjónvarpi á meðan hann væri dómari í Idol þáttunum.

The X Factor hóf göngu sína í Bretlandi árið 2004 og hefur síðan verið tekinn upp í sextán öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi. Það sem greinir hann frá Idol-þáttunum er að aldurstakmarkið er lægra, 14 ár, og ekkert aldurshámark er. 

Þegar Cowell var spurður hver gæti tekið sæti hans í American Idol svaraði hann: Bara einhver sem veit hvað hann er að tala um.  

Simon Cowell.
Simon Cowell. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir