Danska forlagið Gyldendal hefur fest sér réttinn á nýjustu skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Karlsvagninum.
Kristín Marja á sér þegar dyggan aðdáendahóp í Danmörku en þar hafa komið út bækur hennar Karítas án titils, Óreiða á striga og Mávahlátur.
Bækur Kristínar Marju hafa nú verið gefnar út í Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð, Frakklandi, Noregi og Danmörku og brátt bætist Ítalía í safnið.