Allt klárt fyrir Golden Globe

George Clooney er líklegur til verðlauna Golden Globe fyrir leik …
George Clooney er líklegur til verðlauna Golden Globe fyrir leik sinn í Up in the Air. Reuters

Allt er að verða klárt fyrir afhendingu Golden Globe verðlaunanna í Hollywood í kvöld. Fer hún fram á Beverly Hilton hótelinu í Los Angeles og búast má við miklum stjörnufansi að vanda. Kynnir verður grínleikarinn Ricky Gervais, en hann fékk verðlaunin fyrir sex árum.

Meðal þeirra sem munu afhenda verðlaunin í kvöld eru Tom Hanks, Harrison Ford, Jodie Foster og Cher. Reiknað er með að kvikmyndin Up in the Air fái einhver verðlaun en hún er með sex tilnefningar, m.a. fyrir besta leikarann, George Clooney. Auk kvikmynda eru sjónvarpsþættir einnig tilnefndir til Golden Globe verðlauna.

Að verðlaununum standa samtök erlendra blaðamanna í Hollywood en tilkynnt verður í kvöld um 100 þúsund dollara framlag þeirra til söfnunar fyrir hjálparstarf á skjálftasvæðunum á Haíti. Þá mun leikstjórinn Martin Scorsese fá sérstök heiðursverðlaun.

Ricky Gervais verður kynnir á Golden Globe í kvöld.
Ricky Gervais verður kynnir á Golden Globe í kvöld. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir