Þunglyndir í kjölfar Avatars

Sam Worthington fer með hlutverk hermanns sem á að vingast …
Sam Worthington fer með hlutverk hermanns sem á að vingast við Na'víana. Leikkonan fer Zoe Saldana fer með hlutverk Neytiri, en tölvutæknin er notuð til þess að hanna útlit bláu veranna á Pandóru. Reuters

Þrívíddarmyndin Avatar, meistaraverk kvikmyndaleikstjórans  James Camerons, virðist svo raunveruleg að hún skilur áhorfendur eftir niðurdregna og þunglynda þegar myndinni lýkur. Frá þessu er greint á vef danska dagblaðsins Politiken.

Þar kemur fram að aðdáendahópur myndarinnar hafi tjáð sig á ýmsum spjallrásum um þunglyndislegar hugsanir sem hellist yfir þá þegar myndinni lýkur og grár hversdagsleikinn leysir hinn litríka en ímyndaða heim myndarinnar af hólmi.

Finna má yfir þúsund athugasemdir frá netnotendum sem þrá að njóta fegurðarinnar á plánetunni Pandóru, sem er hreinn uppspuni frá rótum.

Ein af þeim sem hefur tjáð sig á vefnum nefnir sig Elequin. „Allt sem ég hef gert hér upp á síðkastið er að leita eftir meiri upplýsingum um Avatar á netinu. Ég geri ráð fyrir að það hjálpi mér. Þetta er svo erfitt, að ég get ekki neytt mig til þess að hugsa þá hugsun til enda, að þetta er bara kvikmynd og reyna að jafna mig á þessu. Það að lifa eins og navíar (innskot blaðam. íbúar Pandóru í Avatar-myndinni) getur aldrei orðið raunveruleiki,“ segir Elequin.

„Síðan ég sá Avatar hef ég verið þunglyndur. Alveg frá því ég sá Pandóru og þennan undursamlega heim navíanna hefur mig langað til að vera einn af hinum innfæddu. Ég get ekki hætt að hugsa um alla þá hluti sem gerast í myndinni og um öll tárin sem ég felldi og þá gæsahúð sem ég fékk þegar ég sá myndina,“ skrifar Mike um reynslu sína af því að sjá myndina.

„Ég hef meira að segja íhugað sjálfsmorð, af því að ég ímynda mér að ég geti endurfæðst í heimi eins og Pandóru þar sem allt líkist því sem fyrir augu ber í Avatar,“ bætir hann við.

Aðrir notendur skrifa um þann viðbjóð sem mannkynið hefur vakið með þeim síðan þeir sáu myndina og lýsa því hversu erfitt það hafi reynst þeim að aðlaga sig raunveruleikanum eftir að þeir sáu myndina.

„Þegar ég vaknaði í morgun eftir að hafa séð Avatar í fyrsta sinn virkaði heimurinn...grár. Það var eins og allt líf mitt, allt sem ég geri og vinn fyrir hafi misst gildi sitt,“ skrifar notandi sem nefnir sig Eltu.

Kvikmynd James Camerons, sem á núverandi tímapunkti hefur halað inn 120 milljarða íslenskra króna á heimsvísu, gerist í framtíðinni eftir að íbúum jarðarinnar hefur tekist að eyða öllum auðlindum jarðar. Á hinu framandi en jafnframt heillandi tungli sem nefnist Pandóra búa þriggja metra háar bláar verur sem nefnast Na'vi. 

Á þessari plánetu er öll náttúran ævintýri líkust, alls kyn framandi dýrategundir og plöntur ber fyrir augu. Mannfólkið getur ekki lifað í andrúmslofti plánetunnar, þannig að það þróar erfðafræðilega blöndu af Na'vium og manneskjum sem nefnast avatar.


Áhorfendur Avatars finna til depurðar þar sem grár hversdagsleikinn stenst …
Áhorfendur Avatars finna til depurðar þar sem grár hversdagsleikinn stenst ekki samanburðinn við ævintýraheiminn Pandóru. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka