Avatar sló í gegn á Golden Globe

Kvikmyndin Avatar kom sá og sigraði á Golden Globe kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi. Að verðlaununum standa samtök erlendra blaðamanna í Hollywood.  Avatar var valin besta myndin og leikstjóri myndarinnar, James Cameron, fékk einnig leikstjóraverðlaun kvöldsins. Hangover var valin besta gamanmynd ársins.

Sandra Bullock var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The Blind Side ásamt Meryl Streep sem var valin besta leikkonan í flokki gaman- og tónlistarmynda fyrir Julie & Julia.

Jeff Bridges var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Crazy Heart og Robert Downey Jr fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni um Sherlock Holmes.

Hér er hægt að skoða listann yfir þá sem fengu Golden Globe verðlaunin í ár
John Landau framleiðandi Avatar ásamt James Cameron.
John Landau framleiðandi Avatar ásamt James Cameron. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar