Útlit er fyrir, að Leonadro Di'Caprio þurfi á næstunni að læra íslensku en Mel Gibson lýsti því yfir í viðtali um helgina, að í væntanlegri víkingamynd hans verði talað ekta víkingamál, fornnorræna og fornenska.
„Málið verður gamla enskan, sem töluð var á þessum tíma og fornnorska. Ég ætla að bjóða upp á það sama og 9. öldin hafði upp á að bjóða," er haft eftir Gibson á vefnum Chud.
Ekki er ljóst hvenær tökur hefjast á myndinni en kvikmyndatímaritið Variety segist að miðað sé við að þær hefjist í haust.
Gibson hefur áður gert kvikmyndir þar sem töluð eru framandi tungumál.