Kínverjar banna Avatar

Sena úr myndinni Avatar.
Sena úr myndinni Avatar. Reuters

Kín­verj­ar hafa ákveðið að taka mynd James Ca­merons, Avat­ar, úr sýn­ingu í land­inu. Kvik­mynda­eft­ir­litið hef­ur ákveðið að frá og með nk. laug­ar­degi megi eng­in kvik­mynda­hús í Kína sýna mynd­ina í tví­vídd og þar sem aðeins örfá kvik­mynda­hús í land­inu eru tækni­lega fær um að sýna mynd­ina í þrívídd þýðir þessi ákvörðun í reynd að verið sé að taka mynd­ina úr um­gerð. Um þetta er skrifað í dag­blaðinu Apple Daily í Hong Kong, en um málið er fjallað á vef danska dag­blaðsins Politiken.

Avat­ar var frum­sýnd í kín­versk­um kvik­mynda­hús­um 4. janú­ar sl. og Kín­verj­ar hafa tekið mynd­inni ein­stak­lega vel og fjöl­mennt í bíó þrátt fyr­ir ein­stak­ar vetr­ar­hörk­ur. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá breska dag­blaðinu The Guar­di­an hef­ur Avat­ar þegar þénað tæp­lega 14,5 millj­arð ís­lenskra króna síðan mynd­in var frum­sýnd fyr­ir tveim­ur vik­um.

Eft­ir því sem fram kem­ur hjá Apple Daily eru fyrst og fremst tvær ástæður fyr­ir því að kín­versk yf­ir­völd vilja banna mynd­ina.

„Í fyrsta lagi hef­ur mynd­in þénað allt of mikla pen­inga á kostnað kín­verska mynda. Í öðru lagi er hætta á því að áhorf­end­ur geti í fram­haldi af mynd­inni farið að leiða hug­ann að nauðunga­flutn­ing­um sem aft­ur geti leitt til of­beld­is­fullr­ar hegðunar þeirra,“ stend­ur skrifað í Apple Daily.

Eins og flest­ir ef­laust vita þá fjall­ar Avat­ar um bar­áttu milli mann­fólks­ins og frum­stæðrar þjóðar sem nefn­ist Na'ví. Í leit sinni að dýr­mæt­um auðlind­um fer mann­fólkið í stríð við na'ví­ana.  

Eft­ir því sem fram kem­ur í Apple Daily hafa marg­ir gagn­rýn­end­ur séð ákveðin lík­indi milli na'ví­anna og fá­tækra Kín­verja, sem bygg­inga­fyr­ir­tæki neyða til þess að flytj­ast nauðunga­flutn­ing­um með vit­und og samþykki kín­verskra yf­ir­valda.

Þriðja ástæða þess að stjórn­völd hafa nú tek­ur Avat­ar úr sýn­ingu er að frum­sýna á kín­versku stór­mynd­ina Con­fucius á föstu­dag­inn kem­ur. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar er Hu Mei og með aðal­hlut­verkið fer Chow Yun-fat (sem einnig lék í Crouching Tiger, Hidd­en Dragon, þ.e. Stökkvandi tíg­ur, fal­inn dreki). Mynd­in hef­ur, eft­ir því sem fram kem­ur á kvik­mynda­vef Variety, fengið 360 millj­ón­ir ís­lenskra króna í ríkifram­lög.

Sam­kvæmt heim­ilda­manni Apple Daily hafa kín­versk stjórn­völd beðið fjöl­miðla lands­ins að skrifa meira um Con­fucius og minna um Avat­ar.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir