U2 og Jay-Z semja lag fyrir Haítí

Bono, söngvari U2, og Jay-Z tóku lagið saman fyrir framan …
Bono, söngvari U2, og Jay-Z tóku lagið saman fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín í nóvember sl. Reuters

Írska rokkhljómsveitin U2, bandaríski rapparinn Jay-Z og upptökustjórinn Swizz Beatz hafa tekið upp lag til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí.

The Edge, gítarleikari U2, segir í viðtali á írsku útvarpsstöðinni 2FM að hljómsveitin hafi samið lag og tekið það upp í síðustu viku. Beatz hafði samband við Bono og sagðist vilja gera eitthvað fyrir Haítí ásamt Jay-Z.

The Edge, Bono, Jay-Z og söngkonan Rihanna munu koma saman fram á tónleikum í London nk. föstudag í sjónvarpssöfnun fyrir íbúa Haítí.

Leikarinn George Clooney mun stýra söfnuninni, sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni MTV í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir