Gerður Kristný hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör

Gerður Kristný með verðlaunin.
Gerður Kristný með verðlaunin. mbl.is/Golli

Gerður Krist­ný rit­höf­und­ur hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyr­ir ljóð sitt „Strand­ir“ í ár­legri ljóðasam­keppni lista- og menn­ing­ar­ráðs Kópa­vogs. Gerður Krist­ný er átt­undi hand­hafi verðlaun­anna frá stofn­un sam­keppn­inn­ar árið 2002.
 
Verðlauna­af­hend­ing­in fór fram við hátíðlega at­höfn í Saln­um, Tón­list­ar­húsi Kópa­vogs, að kvöldi af­mæl­is­dags Jóns úr Vör, 21. janú­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.
 
„Hug­leiðin er far­in en viðfangs­efnið er samt beint úr raun­veru­leik­an­um,“ seg­ir meðal ann­ars í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar fyr­ir vali henn­ar á vinn­ingsljóðinu sem birt verður í Les­bók Morg­un­blaðsins um næstu helgi. „Áhrif­in fel­ast meðal ann­ars í því að dval­ist er ein­hversstaðar á mörk­um hins hug­læga og hlut­læga.“
 
Ljóðum er skilað inn í sam­keppn­ina und­ir dul­nefni og vissi dóm­nefnd ekki fyrr en aflokn­um störf­um henn­ar hver hefði ort þau. Auk Gerðar Krist­nýj­ar hlaut Bjarni Gunn­ars­son ljóðskáld sér­staka viður­kenn­ingu fyr­ir „Smíðar“, sem þykir sýna „tvær hliðar skáld­skap­ar á hug­vits­sam­an og jafn­framt skáld­leg­an hátt“.
 
Dóm­nefnd skipuðu Ingi­björg Har­alds­dótt­ir rit­höf­und­ur, Sigþrúður Gunn­ars­dótt­ur bók­mennta­fræðing­ur og Þór­ar­inn Eld­járn rit­höf­und­ur, sem var formaður. Dóm­nefnd­in komst að ein­róma niður­stöðu.
 
Þetta er í ní­unda sinn sem lista- og menn­ing­ar­ráð Kópa­vogs stend­ur fyr­ir ljóðasam­keppni þess­ari en hug­mynd­in er upp­haf­lega kom­in frá fé­lög­um úr Rit­list­ar­hópi Kópa­vogs. Um 300 ljóð bár­ust í keppn­ina. Sig­ur­veg­ar­inn fær 500 þúsund króna pen­inga­verðlaun og verðlauna­grip­inn, Ljóðstaf Jóns úr Vör, áletraðan með nafni sínu til varðveislu í eitt ár auk eign­ar­grips sem Sig­mar Ó. Maríus­son gullsmiður hannaði. Höf­und­ur ljóðsins, sem hlaut sér­staka viður­kenn­ingu, fær 150 þúsund króna verðlaun.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú ert ekki eins og þú átt að þér og þarft að komast að því af hverju það stafar og snúa svo dæminu við.Tækifærin eru mörg og vandræðin lítil.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Sofie Sar­en­brant
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú ert ekki eins og þú átt að þér og þarft að komast að því af hverju það stafar og snúa svo dæminu við.Tækifærin eru mörg og vandræðin lítil.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Sofie Sar­en­brant
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Tove Al­ster­dal