Kaninn og RÚV í hár saman

Ragnhildur Steinunn og Eva María kynna Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Ragnhildur Steinunn og Eva María kynna Söngvakeppni Sjónvarpsins. mbl.is/Eggert

Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, segist ekki ætla að hætta að leika lögin í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins á Kananum þó svo að Ríkisútvarpið hafi farið fram á það. Einar og Gunnlaugur Helgason útvarpsmaður hringdu í gærmorgun í Sigurð G. Guðjónsson lögmann og spurðu hvort RÚV gæti farið fram á þetta, í ljósi þess að lögin væru á netinu þar sem allir gætu hlustað á þau.

„Ég held að ef að aðili er búinn að setja lag út á netið og það eru engar hömlur á því hvernig menn geta nálgast það þar, þá geti útvarpsstöð ekki verið bannað að útvarpa laginu,“ sagði Sigurður. Hann teldi hæpið að RÚV gæti kært Kanann fyrir þetta, Kaninn greiddi stefgjöld af lögum sem leikin væru á stöðinni þannig að höfundar og flytjendur ættu að fá sínar greiðslur.

Ekki útgefið efni

Elísabet Linda Þórðardóttir, fulltrúi dagskrárstjóra Sjónvarpsins, hefur eftirfarandi um málið að segja, en hún átti samskipti við Einar varðandi þetta mál:

„Söngvakeppni Sjónvarpsins er lagakeppni sem fer fram í miðlum RÚV samkvæmt samningi við þá höfunda sem þátt taka í keppninni. Enginn má birta verk sem verndað er skv. ákvæðum höfundalaga nema hann hafi leyfi höfundar. Aðeins Ríkisútvarpið hefur leyfi þeirra höfunda sem í hlut eiga. Sjónvarpið stýrir flutningi á lögunum í sínum miðlum til þessa að tryggja að höfundar og flytjendur sitji við sama borð og að jafnræðis sé gætt. Flutningurinn fer fram í miðlum RÚV sem eru Sjónvarpið, Útvarpið og vefur RÚV.

Fram að þeim tíma að lögin koma út á markaðshljóðriti er öðrum útvarpsstöðvum ekki heimilt að flytja lögin. Það að lögin eru birt á vef RÚV til spilunar veitir ekki öðrum fjölmiðlum rétt til flutnings þeirra, vefurinn er til hlustunar en ekki til sölu og/eða niðurhals. Birting þar jafngildir ekki útgáfu á markaðshljóðriti.“

Skoðað með lögfræðingi

– Nú var ein ástæða þess að banna Kananum að spila lögin sögð sú að RÚV vildi halda keppninni jafnri, að sum lög væru ekki spiluð oftar en önnur á útvarpsstöðvum. Fólk getur samt sem áður hlustað á lögin eins oft og það vill og þá oftar á sum en önnur, halda rökin um jafna keppni vatni í ljósi þessa?

„Við lítum svo á að með þessu fyrirkomulagi séum við að tryggja jafnan aðgang almennings að lögunum. Fólki er svo í sjálfsvald sett hvort það hlustar og horfir á lögin eða ekki.“

– Nú segist Einar ætla að halda áfram að spila lögin. Hvað gerir RÚV í því?

„Ef Kaninn heldur áfram að spila lögin munum við skoða það með lögfræðingi hvort og til hvaða aðgerða verður gripið.“

ruv.is/songvakeppnin
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup