Joe Perry, gítarleikari bandarísku rokkhljómsveitarinnar Aerosmith, segir að hljómsveitin leiti nú að staðgengli söngvarans Steven Tyler, sem er nú í meðferð vegna fíknar í verkjalyf.
Tyler hélt því fram í nóvember sl. að hann væri ekki að hætta í sveitinni. Félagar hans í Aerosmith vilja hins vegar komast á hljómleikaferðalag, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.
„Við verðum búnir að finna nýjan söngvara fyrir sumarið og Aerosmith mun geta lagt aftur í hann,“ sagði Perry við kanadísku fréttastofuna QMI.
Hann segir að verið sé að leita að staðgengli þar sem Tyler verði vant við látin á næstunni.
„Það er nokkuð erfitt að fá skýr svör varðandi það sem er í gangi,“ segir gítarleikarinn.
„Hann [Tyler] þarf að fara í aðgerð á fæti og því mun hann ekki verða inni í myndinni í um ár, eða eitt og hálft ár. Á meðan viljum við í sveitinni halda áfram að spila.“