Jón Gnarr nýtt leikskáld Borgarleikhússins

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gn­arr leik­ari, skáld og þúsundþjala­smiður hef­ur verið val­inn leik­skáld Borg­ar­leik­húss­ins úr stór­um hópi um­sækj­anda. Jón mun starfa í Borg­ar­leik­hús­inu næsta árið þar sem hann mun sinna ritstörf­um fyr­ir leik­húsið.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Borg­ar­leik­hús­inu.

„Mark­mið með ráðningu leik­skálds á veg­um Leik­rit­un­ar­sjóðsins er að laða hæfi­leika­ríkt fólk að leik­hús­inu, kynna því leik­hús­formið og efla þannig ís­lenska leik­rit­un. Stefnt er að því að Jón riti leik­verk, eitt eða fleiri, á tíma­bil­inu með upp­setn­ingu í Borg­ar­leik­hús­inu í huga. Leik­skáldið verður hluti af starfsliði húss­ins allt tíma­bilið og fær aðgang að allri starf­semi leik­húss­ins.

Leik­rit­un­ar­sjóður Leik­fé­lags Reykja­vík­ur réð fyrsta leik­skáldið, Auði Jóns­dótt­ur rit­höf­und, í upp­hafi árs­ins 2009 og er hún því að ljúka sín­um árs­samn­ingi. Stefnt er að upp­setn­ingu á nýju leik­riti Auðar á næsta leik­ári,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell