Jón Gnarr nýtt leikskáld Borgarleikhússins

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gnarr leikari, skáld og þúsundþjalasmiður hefur verið valinn leikskáld Borgarleikhússins úr stórum hópi umsækjanda. Jón mun starfa í Borgarleikhúsinu næsta árið þar sem hann mun sinna ritstörfum fyrir leikhúsið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

„Markmið með ráðningu leikskálds á vegum Leikritunarsjóðsins er að laða hæfileikaríkt fólk að leikhúsinu, kynna því leikhúsformið og efla þannig íslenska leikritun. Stefnt er að því að Jón riti leikverk, eitt eða fleiri, á tímabilinu með uppsetningu í Borgarleikhúsinu í huga. Leikskáldið verður hluti af starfsliði hússins allt tímabilið og fær aðgang að allri starfsemi leikhússins.

Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réð fyrsta leikskáldið, Auði Jónsdóttur rithöfund, í upphafi ársins 2009 og er hún því að ljúka sínum árssamningi. Stefnt er að uppsetningu á nýju leikriti Auðar á næsta leikári,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir