Spilar Eurovision-lög þrátt fyrir hótanir RÚV

Einar Bárðarson er útvarpsstjóri Kanans.
Einar Bárðarson er útvarpsstjóri Kanans. mbl.is/Kristinn

Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, segir að Kaninn muni halda áfram að spila lögin sem taka þátt í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision), þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi hótað sektum og fangelsi.

„Á fimmtudag í síðustu viku hótaði RÚV, Kananum fangelsi og sektum ef spiluð yrðu lög úr Söngvakeppni Sjónvarpsins. Kaninn hætti í kjölfarið að spila lögin þar sem þetta var önnur hótuninn sem Kaninn fær frá RÚV. Eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðinga um málið í viku, telur Kaninn enga ástæðu til að verða við þessum hótunum og ætlar ótrauður að halda áfram að spila lögin,“ segir í tilkynningu frá Einari.

Í bréfi RÚV til forsvarsmanna Kanans segir m.a. að: „er athygli vakin á ákvæðum höfundalaga um viðurlög við brotum á þeim lögum, sem varðað geta sektum og fangelsi allt að tveimur árum, auk skaða- og miskabóta.“

Þá segir að Kaninn hafi ekki heimild höfunda tónsmíðanna til birtingar. Aðeins Sjónvarpið hafi rétt á því. „Birting í útvarpsstöðinni Kananum án leyfis felur í sér alvarlegt brot á höfundarrétti. Skorað er á fyrirsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar að láta þegar af þeim brotum,“ segir í bréfi RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup