Spilar Eurovision-lög þrátt fyrir hótanir RÚV

Einar Bárðarson er útvarpsstjóri Kanans.
Einar Bárðarson er útvarpsstjóri Kanans. mbl.is/Kristinn

Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, segir að Kaninn muni halda áfram að spila lögin sem taka þátt í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision), þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi hótað sektum og fangelsi.

„Á fimmtudag í síðustu viku hótaði RÚV, Kananum fangelsi og sektum ef spiluð yrðu lög úr Söngvakeppni Sjónvarpsins. Kaninn hætti í kjölfarið að spila lögin þar sem þetta var önnur hótuninn sem Kaninn fær frá RÚV. Eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðinga um málið í viku, telur Kaninn enga ástæðu til að verða við þessum hótunum og ætlar ótrauður að halda áfram að spila lögin,“ segir í tilkynningu frá Einari.

Í bréfi RÚV til forsvarsmanna Kanans segir m.a. að: „er athygli vakin á ákvæðum höfundalaga um viðurlög við brotum á þeim lögum, sem varðað geta sektum og fangelsi allt að tveimur árum, auk skaða- og miskabóta.“

Þá segir að Kaninn hafi ekki heimild höfunda tónsmíðanna til birtingar. Aðeins Sjónvarpið hafi rétt á því. „Birting í útvarpsstöðinni Kananum án leyfis felur í sér alvarlegt brot á höfundarrétti. Skorað er á fyrirsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar að láta þegar af þeim brotum,“ segir í bréfi RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi