Einkalíf Terry í kastljósi fjölmiðla

John Terry
John Terry Reuters

Breskir fjölmiðlar velta sér nú upp úr einkalífi fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, John Terry. Er því haldið fram að Terry hafi haldið fram hjá eiginkonu sinni með frönsku fyrirsætunni Venessu Perroncel. Hún er fyrrum unnusta félaga Terry í landsliðinu, Wayne Brigde.

Í dag birtir slúðurblaðið News of the World mynd af Terry þar sem sagt er að hann sé að koma út af heimili fyrirsætunnar. 

Félagar Terry í Chelsea standa þétt við bakið á fyrirliða sínum og sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir sigurinn á Burnley í gær að hjá félaginu stæðu allir á bakvið Terry, sem skoraði sigurmark liðsins, 2:1, á Turf Moor.

Terry hefur hins vegar ekki viljað tjá sig við fjölmiðla, að því er fram kemur á vef Sky. Í yfirlýsingu frá Bridge kemur fram að hann hafi lesið fréttir undanfarna daga og þær snúist um málefni sem séu einkamál. Það sem skipti hann mestu sé velferð sonar síns. Hann ætli ekki að tjá sig frekar um málið, hvorki nú né í framtíðinni og biður um að einkalíf hans sé virt.

Lögfræðingur Perroncel segir að hún hafi ekki fengið stundlegan frið fyrir fjölmiðlum undanfarna daga. Þetta hafi reynt mjög á skjólstæðing hans.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir