Tekjur af Avatar yfir 2 milljarðar dala

Tekjur af kvikmyndinni Avatar fóru yfir tvo milljarða Bandaríkjadala, 256 milljarða króna, um helgina. Einungis nokkrir dagar eru síðan Avatar varð tekjuhæsta kvikmynd sögunnar en fyrra metið átti Titanic og var það sett árið 1998.

Á vef New York Times kemur fram að tekjurnar séu komnar í 2,039 milljarða dala en forsvarsmenn 20th Century Fox, sem er með dreifingarréttinn, vilja ekki spá til um hversu miklar tekjurnar koma til með að verða.

Þykir líklegt að James Cameron muni fá einhverjar tilnefningar fyrir Avatar á þriðjudag þegar Óskarsverðlaunatilnefningar verða kynntar.

Kathryn Bigelow slær í gegn

Það er hins vegar fyrrverandi eiginkona Cameron sem hefur átt sviðið um helgina þegar kemur að verðlaunum. Því kvikmynd hennar, stríðsmyndin The Hurt Locker, hefur heldur betur slegið í gegn hjá gagnrýnendum. Um helgina fékk hún leikstjóraverðlaunin á Directors Guild of America Awards og varð þar með fyrst kvenna til þess að hljóta þann heiður. Einungis í sex skipti á 62 árum hefur það gerst að sigurvegari DGA hljóti ekki Óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn. 

Þrjár kvikmyndir fengu átta tilnefningar til Bafta-verðlaunanna, bresku kvikmyndaverðlaunanna, sem verða afhent í febrúar. Þetta eru myndirnar Avitar, The Hurt Locker og An Education.

Samtök bandarískra kvikmyndagagnrýnenda völdu The Hurt Locker sem bestu kvikmynd síðasta árs. Myndin fjallar um sprengjusérsveitarmenn sem starfa í Bagdad í Írak. 

The Hurt Locker var valin besta kvikmyndin á verðlaunahátíðinni Critics' Choice og Kathryn Bigelow var valin besti leikstjórinn.  Bigelow leikstýrði á sínum tíma myndinni K-19, The Widowmaker, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi og Ingvar E. Sigurðsson lék m.a. í. Þá leikur Jeremy Renner aðalhlutverkið í myndinni en Renner lék í myndinni Little Trip to Heaven, sem Baltasar Kormákur gerði fyrir nokkrum árum.


Kathryn Bigelow
Kathryn Bigelow Reuters
HO
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka