Bjarnfreðarson og Fangavaktin með flestar tilnefningar

Georg Bjarnfreðarson laus úr fangelsi í mynd Ragnars Bragasonar.
Georg Bjarnfreðarson laus úr fangelsi í mynd Ragnars Bragasonar.

Sjón­varpsþátt­ur­inn Fanga­vakt­in fær 13 til­nefn­ing­ar til Eddu­verðlauna og kvik­mynd­in Bjarn­freðar­son fær 11 til­nefn­ing­ar en til­nefn­ing­arn­ar voru birt­ar í dag. Mynd­in Mamma Gógó fékk átta til­nefn­ing­ar og mynd­in Des­em­ber fimm en þess­ar þrjár kvik­mynd­ir eru til­nefnd­ar sem kvik­mynd árs­ins.

Ragn­ar Braga­son er til­nefnd­ur sem leik­stjóri árs­ins fyr­ir Bjarn­freðar­son og Fanga­vakt­ina en bæði mynd­in og þætt­irn­ir fjalla um sömu per­són­ur. Mar­grét Helga Jó­hanns­dótt­ir er til­nefnd fyr­ir leik í aðal­hlut­verki, bæði fyr­ir Bjarn­freðar­son og Fanga­vakt­ina. Þeir Jón Gn­arr, Jör­und­ur Ragn­ars­son og Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son eru til­nefnd­ir fyr­ir leik í aðal­hlut­verk­um í mynd­inni og þátt­un­um.  Þeir eru einnig ásamt Ragn­ari og Jó­hanni Ævari Gríms­syni til­nefnd­ir til verðlauna fyr­ir besta hand­ritið, bæði fyr­ir mynd­ina og þætt­ina.

Þeir Björn Thors, Gunn­ar Hans­son og Ólaf­ur Darri Ólafs­son eru til­nefnd­ir fyr­ir leik í auka­hlut­verk­um í Fanga­vakt­inni.

Bjarn­freðar­son er einnig til­nefnd fyr­ir kvik­mynda­töku, leik­mynd, bún­inga og gervi og Fanga­vakt­in er til­nefnd fyr­ir leik­mynd, bún­inga og klipp­ingu og sem sjón­varps­efni árs­ins.

Eddu­verðlaun­in verða af­hent 27. fe­brú­ar í Há­skóla­bíói. Sýnt verður beint frá verðlauna­hátíðinni á Stöð 2.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka