Hera Björk og Örlygur Smári, höfundar lagsins Je Ne Sais Quoi, sem keppir í Söngvakeppni Sjónvarpsins, segja að ásakanir um að lagið sé stolið séu ekki á rökum reistar.
Í tilkynningu segjast þau Hera Björk og Örlygur Smári hafa farið fram á það við STEF að málið yrði tekið til skoðunar til að taka af allan vafa um meintan lagastuld.
Sérfróðir menn á vegum STEFs hafa farið yfir málið og er niðurstaðan sú, að veigamikill munur er á umræddum lögum og að lagið brjóti ekki á höfundarétti," segir í tilkynningu frá þeim.