„Þetta er allt saman júrópopp"

Hera Björk
Hera Björk

„Þegar við heyrðum þess­ar ásak­an­ir ákváðum við strax að fara fag­legu leiðina, af því að við viss­um að lagið var ekki stolið og vild­um fá það staðfest af fagaðilum," seg­ir Hera Björk Þór­halls­dótt­ir söng­kona um lagið Je Ne Sais Quoi sem hún syng­ur í undan­keppni Evr­óvi­sjón á Íslandi.  Stef hef­ur nú skorið úr um að lagið sé ekki stolið.

„Þeir brjóta lagið al­veg niður í frum­eind­ir og fara yfir hvern tón og hljóm fyr­ir sig og bera sam­an við lög um höf­unda­rétt," seg­ir Hera sem ásamt Örlygi Smára, höf­undi lags­ins, vildi taka af all­an vafa í hug­um hlust­enda áður en loka­kvöldið í keppn­inni fer fram á morg­un.

„Við erum nátt­úru­lega bæði tón­list­ar­menn og lif­um á þessu og það er ekki gam­an að hafa þenn­an stimp­il á sér." Sér­fróðir menn á veg­um Stefs komust að þeirri niður­stöðu að veiga­mik­ill mun­ur væri á um­rædd­um lög­um og Je Ne Sais Quoi brjóti ekki á höf­und­ar­rétti.

Hera seg­ir að þótt mörg­um finn­ist lagið kannski hljóma eins og önn­ur lög í sama geira sé það eðli­legt. „Þetta er allt sam­an júrópopp, við end­um í sömu tón­teg­und og svo er sami takt­ur­inn und­ir. Ef þetta væri blúskeppni þá væru ör­ugg­lega há­vær­ar radd­ir því þar eru bara þrír tón­ar og lög­in mjög keim­lík."

Nú þegar þetta er frá seg­ir Hera hægt að ein­beita sér að því skemmti­lega enda sé allt klappað og klárt fyr­ir úr­slita­kvöldið á morg­un, sem leggst vel í hana. „Ég hlakka mjög mikið til, þetta verður stuð."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft ekki að hafa hátt til þess að koma málum þínum á framfæri. Ef þú gefur þér góðan tíma, ættir þú að finna bestu lausnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sebastian Richel­sen
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft ekki að hafa hátt til þess að koma málum þínum á framfæri. Ef þú gefur þér góðan tíma, ættir þú að finna bestu lausnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sebastian Richel­sen
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant