Grímuklæddir hátíðargestir

Grímuklæddir hátíðargestir fylltu þröngar götur Feneyja um helgina þegar árleg kjötkveðjuhátíð hófst. Þótt kalt væri í veðri fylgdust mörghundruð manns, bæði heimamenn og ferðamenn, með hefðbundinni skrúðgöngu og síðan flutningi á 18 aldar gamanleik sem sýndur var undir beru lofti á Markúsartorgi.

Fleiri gamlar hefðir eru í heiðri haldnar á hátíðinni, þar á meðal „englaflugið" þegar kona er látin síga úr klukkuturni Markúsardómkirkjunnar. 

Kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum var endurvakin árið 1980 eftir að hafa legið niðri lengi. Hátíðin stendur í 10 daga og laðar að sér fjölda ferðamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir