Hafði vasapeninga af súðvískum börnum

Ragnar Bragason.
Ragnar Bragason.

„Við áttum ekki von á því að saga af þremur þunglyndum köllum á bensínstöð yrði gríðarlega vinsæl en sem betur fer þá sló hún í gegn og fólk á öllum aldri hreifst af þessum karakterum,“ segir súðvíski leikstjórinn Ragnar Bragason í  viðtali við vestfirska fréttablaðið Bæjarins besta í dag. Hann fékk snemma áhugann fyrir kvikmyndum.

„Pabbi keypti svo super 8 sýningarvél þegar ég var svona sjö til átta ára og ég opnaði mitt eigið bíóhús inni í herberginu mínu, seldi aðgang og poppaði og hafði vasaféð af öllum börnum í þorpinu. Sýndi þar svarthvítar myndir með Buster Keaton, Charlie Chaplin og Laurel og Hardy aftur á bak og áfram. Reyndar þurfti ég að skila öllum peningunum aftur þegar foreldrarnir fóru að hringja og kvarta yfir því að ég hefði haft alla vasapeningana af börnunum þeirra.“

Ragnar er einn höfunda Vaktaþáttanna vinsælu en eins og greint hefur verið frá hefur sjónvarpsstöðin Fox keypt réttinn til að endurgera Næturvaktina fyrir Bandaríkjamarkað. „Þeir eru búnir að láta kunnan handritshöfund, sem meðal annars hefur skrifað fyrir Will og Grace og Desperate Housewifes, skrifa handrit og það er verið að undirbúa prufuþátt. Og ef fólki líkar hann vel fer serían í framleiðslu í sumar.“

bb.is



 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir