„Við áttum ekki von á því að saga af þremur þunglyndum köllum á bensínstöð yrði gríðarlega vinsæl en sem betur fer þá sló hún í gegn og fólk á öllum aldri hreifst af þessum karakterum,“ segir súðvíski leikstjórinn Ragnar Bragason í viðtali við vestfirska fréttablaðið Bæjarins besta í dag. Hann fékk snemma áhugann fyrir kvikmyndum.
„Pabbi keypti svo super 8 sýningarvél þegar
ég var svona sjö til átta ára og ég opnaði mitt eigið bíóhús inni í
herberginu mínu, seldi aðgang og poppaði og hafði vasaféð af öllum
börnum í þorpinu. Sýndi þar svarthvítar myndir með Buster Keaton,
Charlie Chaplin og Laurel og Hardy aftur á bak og áfram. Reyndar þurfti
ég að skila öllum peningunum aftur þegar foreldrarnir fóru að hringja
og kvarta yfir því að ég hefði haft alla vasapeningana af börnunum
þeirra.“