Ásdís Rán áfram í Búlgaríu

Ásdís Rán.
Ásdís Rán. mbl.is/Golli

Eiginmaður ofurmódelsins Ásdísar Ránar, knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson, er farinn til Austurríkis þar sem hann er til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu LASK í Linz en hann losnaði undan samningi við sterkasta lið Búlgaríu, CSKA Sofia, í fyrra. Ef vel gengur mun hann skrifa undir tveggja ára samning í maí.

Eiginkona hans, Ásdís Rán, verður þó enn um sinn í Búlgaríu að eigin sögn, en blaðamaður náði af henni tali þar sem hún sat í hárgreiðslustól þar í landi.

„Ég er ekki að fara frá Búlgaríu,“ segir hún aðspurð. „Ég verð auðvitað eitthvað í Austurríki en þetta er það stuttur tími og það stutt á milli landanna að það tekur því ekki að rífa sig upp. En ef Garðar gerir samning til tveggja ára fer ég að sjálfsögðu til Austurríkis. Það yrði þá bara nýtt ævintýri í nýju landi.“ Ásdís segir að hvernig sem fari verði hún þó alltaf í tengslum við Búlgaríu, enda sé hún búin að koma sér upp heilmiklum samböndum þar auk þess sem fjölmörg verkefni séu í farvatninu sem ótímabært sé að segja frá.

Í hnotskurn
» Ásdís Rán hefur á undanförnum árum náð langt í ofurfyrirsætubransanum í Búlgaríu.
» Hún hefur prýtt tugi forsíðna þarlendra tískurita.
» Ásdís er gift Garðari Gunnlaugssyni knattspyrnumanni og er móðir þriggja barna.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir