Hengingarbragð í fyrstu lotu

Gunnar Nelson fyrir miðju að fagna verðlaunum í annarri viðureign.
Gunnar Nelson fyrir miðju að fagna verðlaunum í annarri viðureign. mbl.is

Það reyndist vera hengingarbragð hjá Gunnari Nelson í fyrstu lotu sem dugði til að leggja Bretann Sam Elsdon af velli í blönduðum bardaga í London í gærkvöldi, eftir aðeins tvær mínútur og 30 sekúndur. Tíu ára aldursmunur er á þeim köppum en Bretinn hafði verið ósigraður í þessari íþrótt, eins og kom fram í fyrstu frétt mbl.is af viðureigninni.

Gunnar kom þeim breska fljótt í gólfið og neyddi hann til uppgjafar með hengingartaki í fyrstu lotu, sem fyrr segir. Gunnar er því enn ósigraður á ferli sínum í blönduðum bardagaíþróttum. Hann snýr aftur heim til Íslands í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar