Gisti hjá sinni fyrrverandi

Ronnie Wood úr Rolling Stones.
Ronnie Wood úr Rolling Stones. Reuters

Hinn útlifaði og 62 ára gamli gítarleikari Rolling Stones, Ronnie Wood, er sagður hafa eytt nóttinni með fyrrverandi kærustu sinni í vikunni, rússnesku fegurðardrottningunni Katiu Ivanova. Þau skildu í desember sl.

Frá því er greint í Daily Mail í dag að Wood hafi heimsótt Ivanovu á heimili hennar í London í vikunni og átt með henni næturstund. Voru vitni að því er hann bankaði upp á, klæddur í svörtum jakka og með barðastóran hatt. Beið kappinn víst í nokkrar mínútur áður en sú rússneska hleypti honum, tók honum þó fagnandi og smellti kossi á kinn. Heimildarmaður Daily Mail segir Wood hafa verið flóttalegan á svip og greinilega haft áhyggjur af því að til hans sæist, eða þá að honum yrði ekki hleypt inn.

Gítarleikarinn hefur verið í áfengismeðferð og eftir skilnaðinn við hina 21 árs gömlu Ivanovu er hann sagður hafa stöðugt send henni sms-skeyti og þrábeðið um annað tækifæri. Engu að síður hafa þau bæði verið orðuð við nýja elskhuga eftir skilnaðinn. Þannig er Ivanova sögð hafa sofið hjá sænska tónlistarmanninum Basshunter, réttu nafni Jonas Altberg. Wood á að hafa átt stefnumót við amk tvær konur síðan í desember.

Hjónabandið með þeirri rússnesku stóð ekki lengi yfir, en á þeim tíma drakk Wood óhóflega og sambandið var stormasamt. Þegar Wood tók saman við Ivanovu skildi hann við eiginkonu sína, Jo, til 23 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan