Allt sprakk í loft upp

Frosti Logason og Erpur Eyvindarson.
Frosti Logason og Erpur Eyvindarson. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Við ætluðum að fá þessa tvo ein­stak­linga til okk­ar og leiða þá til sátta en þeir hafa verið í fjöl­miðlastríði og kýt­ingi und­an­farna daga. Um leið og þeir voru mætt­ir hérna báðir á svæðið þá sprakk allt í loft upp og það náðist aldrei að ræða neitt held­ur fór þetta í áflog og stimp­ing­ar,“ seg­ir Frosti Loga­son, ann­ar um­sjón­ar­manna þátt­ar­ins Harma­geddon á út­varps­stöðinni X-inu um átök rapp­ar­ann Móra, Magnús Ómars­son, við  Erp Ey­vind­ar­son, en Móri lagði til Erps með hnífi.

Spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar ljóst var í hvað stefndi seg­ist Frosti hafa reynt að stilla til friðar eft­ir því sem hann best gat. „Sem bet­ur fer slasaðist eng­inn,“ seg­ir Frosti. Tek­ur hann fram að adrenalínið hafi farið af stað og því eigi hann erfitt með að meta hversu lengi átök­in hafi staðið, en hann tel­ur þó að þau hafi staðið í a.m.k. 4-5 mín­út­ur. 

„Ég eig­in­lega trúði því ekki að þetta færi á versta veg. Ég taldi alltaf að það væri hægt að leysa þetta,“ seg­ir Frosti. Spurður hvernig átök­un­um hafi lyktað seg­ir Frosti að allt hafi ró­ast niður um leið og Erp­ur hafi yf­ir­gefið rýmið þar sem átök­in áttu sér stað og í fram­hald­inu hafi hver farið sína leið.

„Þannig að þetta fór eins vel og mögu­legt var. En þetta er klár­lega æsi­leg­asti þátt­ur Harma­geddons til þessa, en við von­um svo sann­ar­lega að við lend­um ekki aft­ur í svona,“ seg­ir Frosti og tek­ur fram að hann muni ekki bjóða Móra og Erpi aft­ur sam­an í þátt til sín fyrr en þeir fé­lag­ar hafi náð full­um sátt­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar var Móra leitað í dag í kjöl­far árás­ar­inn­ar, en hann gaf sig fram kl. 17.30 í dag og er hann nú í yf­ir­heyrsl­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Nú er tækifærið til þess að setjast niður og skipuleggja líf sitt. Orðspor þitt sem ábyggilegrar og samviskusamrar manneskju er vel hægt að bæta í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Nú er tækifærið til þess að setjast niður og skipuleggja líf sitt. Orðspor þitt sem ábyggilegrar og samviskusamrar manneskju er vel hægt að bæta í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar