Allt sprakk í loft upp

Frosti Logason og Erpur Eyvindarson.
Frosti Logason og Erpur Eyvindarson. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Við ætluðum að fá þessa tvo einstaklinga til okkar og leiða þá til sátta en þeir hafa verið í fjölmiðlastríði og kýtingi undanfarna daga. Um leið og þeir voru mættir hérna báðir á svæðið þá sprakk allt í loft upp og það náðist aldrei að ræða neitt heldur fór þetta í áflog og stimpingar,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu um átök rapparann Móra, Magnús Ómarsson, við  Erp Eyvindarson, en Móri lagði til Erps með hnífi.

Spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar ljóst var í hvað stefndi segist Frosti hafa reynt að stilla til friðar eftir því sem hann best gat. „Sem betur fer slasaðist enginn,“ segir Frosti. Tekur hann fram að adrenalínið hafi farið af stað og því eigi hann erfitt með að meta hversu lengi átökin hafi staðið, en hann telur þó að þau hafi staðið í a.m.k. 4-5 mínútur. 

„Ég eiginlega trúði því ekki að þetta færi á versta veg. Ég taldi alltaf að það væri hægt að leysa þetta,“ segir Frosti. Spurður hvernig átökunum hafi lyktað segir Frosti að allt hafi róast niður um leið og Erpur hafi yfirgefið rýmið þar sem átökin áttu sér stað og í framhaldinu hafi hver farið sína leið.

„Þannig að þetta fór eins vel og mögulegt var. En þetta er klárlega æsilegasti þáttur Harmageddons til þessa, en við vonum svo sannarlega að við lendum ekki aftur í svona,“ segir Frosti og tekur fram að hann muni ekki bjóða Móra og Erpi aftur saman í þátt til sín fyrr en þeir félagar hafi náð fullum sáttum.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var Móra leitað í dag í kjölfar árásarinnar, en hann gaf sig fram kl. 17.30 í dag og er hann nú í yfirheyrslum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar