Móri réðist að Erpi

Erpur Eyvindarson
Erpur Eyvindarson mbl.is

Magnús Ómarsson, betur þekktur sem rapparinn Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 í Skaftahlíð í dag. Þetta kemur fram á vef Vísis sem einnig er til húsa í Skaftahlíð.

Þar kemur fram að þeir Móri og Erpur hafi deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði upptvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju.

Til stóð að þeir myndu sættast í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon en þess í stað mætti Móri með rafbyssu, hníf og dobermanhund í viðtalið og réðst á Erp sem náði að verjast með skúringamoppu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru fjórir bílar umsvifalaust sendir á svæðið þegar tilkynning um árásina barst, en þá  var Móri bak á burt. Hans er nú leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir