Móri réðist að Erpi

Erpur Eyvindarson
Erpur Eyvindarson mbl.is

Magnús Ómarsson, betur þekktur sem rapparinn Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 í Skaftahlíð í dag. Þetta kemur fram á vef Vísis sem einnig er til húsa í Skaftahlíð.

Þar kemur fram að þeir Móri og Erpur hafi deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði upptvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju.

Til stóð að þeir myndu sættast í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon en þess í stað mætti Móri með rafbyssu, hníf og dobermanhund í viðtalið og réðst á Erp sem náði að verjast með skúringamoppu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru fjórir bílar umsvifalaust sendir á svæðið þegar tilkynning um árásina barst, en þá  var Móri bak á burt. Hans er nú leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup