Jákvæð umsögn um Reykjavík-Rotterdam

Baltasar Kormákur og Þröstur Leó Gunnarsson í myndinni Reykjavík-Rotterdam.
Baltasar Kormákur og Þröstur Leó Gunnarsson í myndinni Reykjavík-Rotterdam. mbl.is

„Þétt glæpasaga sem er enn betri vegna skýrrar persónusköpunar, áreynslulauss húmors og sérstaks andrúmslofts."

Svona hljóðar upphaf kvikmyndagagnrýni The Hollywood Reporter vegna íslensku kvikmyndarinnar, sem ný er sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Palm Springs í Kaliforníu. Í umfjölluninni eru Baltasar Kormákur og Ingvar Sigurðsson sagði sannfærandi auk þess sem myndatökumanninum Bergsteini Björgúlfssyni er hrósað fyrir myndatökuna, sem sé lykilatriði í því hve vel tekst til með kvikmyndina.

Gagnrýnandinn segir auðvelt að sjá hvers vegna kvikmyndin hafi orðið til að þess að hún sé endurgerð með ensku tali. Hann segir ekki sjálfgefið að myndin hljóti náð fyrir augum Óskarsverðlauna akademíunnar í flokki erlendra mynda. Orkan og skyndilegar ofbeldissenur hvíli á tryggum undirstöðum sem byggist á persónusköpun og þurrum húmor, þó sé aðeins teygt á trúverðugleikanum í lok myndarinnar. Það verði hins vegar að koma í ljós hvort að endurgerðin sem hafi átt að vera gerð með Mark Wahlberg í huga, verði innblásin af sama norræna hrolli og Reykjavík-Rotterdam.

Sjá umfjöllun The Hollywood Reporter hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup