Skólar kærðir fyrir að njósna um nemendur

Bandarísk hjón höfðuðu mál gegn skólaskrifstofu sonar síns sem gaf 1.800 nemendum sínum í tveimur skólum fartölvur. Eftir að hafa notað tölvuna sína í einhvern tíma var sonurinn sem er á unglingsaldri ávítaður fyrir óviðeigandi hegðun á heimili sínu. Sönnunargagnið var mynd úr vefmyndavél í tölvunni sem skólinn gaf honum.

Skólaskrifstofan hefur borið því við að um hafi verið að ræða búnað í tölvunni sem átti að nýtast til að hafa uppi á tölvum sem væri stolið eða týndust. Hann hefði nú verið gerður óvirkur.

Í gögnum sem lögð voru fram við málshöfðunina kemur fram að þar sem tölvurnar hafi verið notað af bæði nemendum og fjölskyldumeðlimum heima við, sé til staðar mikið magn mynda sem sýni börn undir lögaldri, foreldra þeirra og vini í vafasömum eða „neyðarlegum“ aðstæðum. Undir það falli að fólk hafi verið komið mismunandi langt með að afklæðast.

Skólaskrifstofan hefur nú sent bréf til foreldra um að öryggisbúnaðurinn hafi verið aftengdur en honum hafi aðeins verið ætlað að taka mynd af þeim sem sæti við tölvuna og skjánum. 

Fréttin á vef BBC hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir