Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki

Tengdaforeldrar Tigers Woods vildu ekki tjá sig eftir að Tiger baðst í dag opinberlega afsökunar á framhjáhaldi og ótryggð. „Ég horfði á þetta en ég hef ekkert um það að segja," hefur AP fréttastofan eftir Thomas Nordegren, föður Elin Nordegren eiginkonu Tigers.

Þá bar Eva Malmborg, talskona  Barbro Holmberg, móður Elin, þau boð til AP að hún vildi ekki tjá sig um málið.

Tiger flutti ávarp í klúbbhúsi Sawgrass golfvallarins á Flórída.  Um 40 manns voru viðstaddir, þar á meðal móðir hans, en aðeins nokkrir blaðamenn fengu að vera í salnum og engar spurningar voru leyfðar.

Skiptar skoðanir voru um ávarpið í dag. Breski kylfingurinn Nick Faldo sagði við sjónvarpsstöðina Golf Channel, að mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Hvenær ætlar hann að snúa aftur á golfvöllinn? Við höfum fengið afsökunarbeiðni en við kylfingar erum enn jafnnær."

Bandaríska skíðakonan Julia Mancuso skrifaði á Twittervef sinn frá ólympíuleikunum í Vancouver: finnst okkur þetta koma frá hjartanu eða af pappírnum?  

Veronica Siwik-Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Woods, var í beinni útsendingu útvarpsstöðvar í Los Angeles á meðan Woods flutti ávarpið. „Mér finnst ég eiga það skilið að horfa framan í hann augliti til auglitis því ég á þetta ekki skilið," sagði hún.

Tiger Woods flytur ávarp sitt.
Tiger Woods flytur ávarp sitt. Reuters
Veronica Siwik-Daniels fylgist með ávarpi Woods ásamt Gloriu Allred, lögmanni …
Veronica Siwik-Daniels fylgist með ávarpi Woods ásamt Gloriu Allred, lögmanni sínum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir