Bond-myndirnar „rusl“

Jesper Christensen á kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Jesper Christensen á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Reuters

Danski leikarinn Jesper Christensen mun ekki leika í fleiri myndum um James Bond. Christensen telur myndirnar óttalegt rusl en hann lék óþokkann hr. White í tveimur síðustu Bondmyndum, Casino Royale og Quantum of Solace.

Christensen segir myndirnar tvær hafa verið fyrirsjáanlegar og telur þær ekki vandaðar. Hann lét þau orð falla á kvikmyndahátíðinni í Berlín í fyrradag en þar er verið að sýna nýjustu kvikmynd hans, En familie, eða Fjölskylda.

„Ég viðurkenni það núna að mér finnst þær algjört rusl. Allir deyja í þeim þannig að tvær myndir duga mé alveg,“ sagði Christensen.

Hann bætti því við að hann vildi snúa sér aftur að dönskum kvikmyndum í bili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir