Polanski vann Silfurbjörninn

Roman Polanski
Roman Polanski HANNIBAL HANSCHKE

Leikstjórinn Roman Polanski vann í dag silfurbjörninn fyrir bestu leikstjórn á Kvikmyndahátíðinni í Berlín. Verðlaunin fékk hann fyrir myndina „The Ghost Writer“ sem gerð er eftir skáldsögu breska rithöfundarins Robert Harris.

Polanski var ekki viðstaddur þegar myndin var frumsýnd í Berlín en hann er í stofufangelsi í Sviss vegna nauðgunar sem hann framdi árið 1977.

Tyrkneska myndin Bal, eftir Semih Kaplanoglu, var valin besta myndin á hátíðinni og fékk gullbjörninn.

Rússnesku leikararnir Grigori Dobrygin og Sergei Puskepalis fengu báðir silfurbjörninn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina Hvað gerðist um sumarið. Japanska leikkonan Shinobu Terajima fékk silfurbjörninn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina Lifuna.

Í dómnefnd hátíðarinnar voru meðal annars þýski leikstjórinn Werner Herzog og bandaríska leikkonan Renée Zellweger.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir