Í samtali við tónlistarmiðilinn Gigwise segir Jónsi, Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar og nú líka sólólistamaður, að lagi Sigur Rósar, „Hoppípolla“, hafi verið „nauðgað“ í bresku sjónvarpi.
„Það er einkennilegt að breska ríkissjónvarpið virðist ekki þurfa að spyrja um leyfi þegar nota á bakgrunnstónlist þannig að „Hoppípolla“ var algerlega misþyrmt að þessu leyti,“ segir Jónsi um þessi mál og skefur ekki utan af því.