Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir Sverrir Vilhelmsson

Höfðað hefur verið skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur í New York fyrir að hafa innréttað eldhús íbúðar sem er í þeirra eigu með vörum frá Ikea á Gramercy Park Hotel í New York borg. Greint er frá þessu á vefnum NY Daily News. 

Í fréttinni kemur fram að hjónakornin eru ásökuð um að hafa sett upp „ljótt" eldhús úr vöruhúsi í íbúð sinni í Ian Schrager byggingunni við Gramercy Park á Manhattan.

Kemur fram í fréttinni að þau Ingibjörg og Jón Ásgeir hafi greitt yfir tíu milljónir Bandaríkjadala, tæplega 1.300 milljónir króna,  fyrir íbúðina árið 2007 og skömmu síðar hafi þau keypt aðra íbúð í húsinu.

Þau leigðu síðan út íbúðina en leigjendurnir eru ósáttir við það sem þeir fengu: eldhús frá Ikea sem leigjendurnir segjast skammast sín fyrir enda segir á vef hússins að bæði eldhús og baðherbergi í íbúðum í byggingunni séu sérhönnuð. 

Eins hefur verið kvartað undan því að loftkælingin hafi verið biluð og sturtan hafi verið í ólagi. Sérstaklega er tekið fram að í júlí í fyrra hafi gestir leigjanda íbúðarinnar orðið fyrir því að matarleifum hafi verið kastað niður á svalir íbúðarinnar af svölum íbúðar Jóns Ásgeirs og Ingibjargar á hæðinni fyrir ofan.

Fer leigjandinn, Paramount Realty Group, fram á 52 þúsund Bandaríkjadali, tæpar 7 milljónir króna,  í skaðabætur en félagið greiddi 312 þúsund dali í húsaleigu fyrir íbúðina.

Hér er hægt að lesa meira um málið 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka