Setur húsið í sölu

Ronnie Wood
Ronnie Wood AP

Rokkarinn Ronnie Wood er að selja hús sitt í Chelsea hverfinu í Lundúnum á mun lægra verði en hann ætlaði sér. Skýrist það af  vandræðum hans við að greiða kostnað vegna skilnaðar hans og eiginkonunnar fyrrverandi Jo Wood.

Fyrir tveimur árum vildi Wood fá 7,25 milljónir punda fyrir húsið en nú setur hann 5,8 milljónir punda, 1.150 milljónir króna, á það.

Fimm svefnherbergi eru í húsinu en yfir þrjú hundruð ár eru frá byggingu þess. Í sömu götu eiga félagar hans í Rolling Stones, Mick Jagger og Keith Richards, einnig hús.

Ronnie skildi við Jo, en þau höfðu verið gift í 24 ár, vegna tvítugrar rússneskrar stúlku, Katia Ivanova. Þau eru nú skilin skiptum enda hefur Wood verið laus höndin við hana þegar hann hefur verið undir áhrifum áfengis. Wood hefur barist við áfengisfíkn árum saman.

Nú á hann að vera komin með eina þrítuga upp á arminn, Ana Arujo. Sást til þeirra í verslunarferð um síðustu helgi og á Wood að hafa greitt allt það sem keypt var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir