Alþjóðlegu samtökin ,,Kids Parliament“, sem stofnuð voru og stjórnað er af skartgripahönnuðinum Hendrikku Waage, gerðust í vikunni formlegir samstarfsaðilar Sameinuðu þjóðanna.
Á fundi sem fram fór í New York, m.a. af þessu tilefni, voru samtök Hendrikku kynnt. Var þar margt um frægan manninn en meðal gesta voru meðal annarra Ban-Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Sarah Ferguson, hertogaynja af York og Geena Davis, Óskarsverðlaunahafi með meiru.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.