Ný heimildarmynd Þorsteins J. og Veru Sölvadóttur, Burkina Faso 8.600 km, var frumsýnd 25. febrúar á vefsíðu Þorsteins, thorsteinnj.is. Verður hægt að horfa á myndina þar næstu tíu daga án endurgjalds.
Í myndinni er rakin stórmerkileg saga hjónanna Hinriks og Gullýjar, sem ákváðu að kaupa tvo notaða jeppa í Kópavogi og flytja þá í skipi til Rotterdam og keyra þá þaðan til Burkina Faso.
Þar seldu þau annan jeppann og notuðu peningana til að fjármagna skólastarf á vegum ABC-hjálparsamtakanna, í þessu þriðja fátækasta ríki heims. Þá fléttast inn í söguna saga Brasilíumannsins Paulo sem býr á Hvolsvelli en hann fylgdi þeim Hinriki og Gullý til Burkina Faso.