Yfir 5000 manns köstuðu klæðum

Yfir 5000 manns á öllum aldri köstuðu klæðum framan við óperuhúsið í Sydney í Ástralíu í morgun þótt frekar kalt væri í veðri svo bandaríski ljósmyndarinn Spencer Tunick gæti myndað herlegheitin.

Myndatakan fór fram í tengslum við árlega hátíð samkynhneigðra í Sydney.  

„Samkynhneigðir karlar og konur lögðust við hlið gagnkynhneigðra nágranna sinna og komu því með skýrum hætti til skila til umheimsins, að að Ástralía er frjáls og jafnréttissinnað samfélag," sagði Tunick.

Hann tók myndir af fólkinu bæði inni í óperuhúsinu og fyrir utan það.  Tunick er þekktur fyrir að hafa tekið hópmyndir af nöktu fólki á þekktum stöðum víða um heim.  

Nakið mannhafið framan við óperuhúsið í Sydney.
Nakið mannhafið framan við óperuhúsið í Sydney. Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson