Íþróttaálfurinn í Latabæ hitti Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, í Washington í dag, gaf henni epli og spilaði við hana fótbolta. Var þessi fundur í tilefni af því að Latibær ætlar að leggja lið herferð fyrir aukinni hreyfingu bandarískra barna, sem forsetafrúin stendur fyrir.
Samkvæmt upplýsingum frá Latabæ stjórnaði Magnús Scheving, í hlutverki Íþróttaálfsins, upphitun barna í Bruce Monroe barnaskólanum í Washingtion og gaf þeim íþróttanammi, það er að segja epli, grænmeti og vatn. Michelle Obama var viðstödd og þáði epli.
Bandaríska fótboltastofnunin stendur einnig fyrir herferðinni ásamt fleiri samtökum.