Bara plata barnaplata

Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir.
Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Ólöf Erla Einarsdóttir

Leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, fyrrverandi umsjónarmaður Stundarinnar okkar, hefur ráðist í gerð barnaplötu sem kemur út 1. apríl. Platan ber hinn skemmtilega titil Bara plata og fer því vel á því að gefa hana út á þesum degi gabbs og hrekkja. Plötuna vann hún með frænda sínum Magnúsi Jónssyni, sem kallar sig Gnúsa Yones. Gnúsi og Ísgerður sömdu flest laganna í sameiningu en hún samdi alla lagatexta.

„Þetta er frumraun mín í því að semja tónlist og mér finnst það bara skemmtilegt,“ segir Ísgerður. Hún er ekki óreynd í því að skemmta börnum eins og fyrr segir, skóluð í gerð barnaefnis í Sjónvarpinu. En hvernig barnaplata er Bara plata?

„Þetta er svolítill kokkteill, fjölbreytt tónlist, lögin eru svolítið ólík og við leyfum okkur að hafa tónlist sem er ekki týpísk barnatónlist sem er svipað og var í Stundinni okkar, þar voru lögin ekki týpísk barnalög,“ segir Ísgerður. Markmið þeirra Gnúsa hafi verið að höfða til breiðs aldurshóps, að tónlistin myndi ekki gera foreldrana brjálaða.

„Þetta er að miklu leyti byggt á mínum bernskuminningum. Það var verið að tuða í manni að borða matinn sinn, maður var með njósnafélag, taldi kindur fyrir svefninn, velti vöngum yfir því hvað maður ætlaði að verða þegar maður yrði stór, einhver bannaði manni að gera eitthvað en annar leyfði það o.s.frv.,“ segir Ísgerður um yrkisefni sín.

Ísgerður kemur fram í Stundinni okkar 28. mars n.k. sem frænka Björgvins Franz, umsjónarmanns þáttarins og taka þau tvö lög af plötunni; „Njósnafélagið“ og „Út að leika“. Bara plata er með Fésbókarsíðu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan