Neitar að flytja út

Dennis Hopper og Victoria Duffy árið 2009 meðan allt lék …
Dennis Hopper og Victoria Duffy árið 2009 meðan allt lék í lyndi. Reuters

Fyrrverandi eiginkona Dennis Hopper neitar að flytja burt af  landareign leikarans í Kaliforníu. Victoria Duffy hefur verið fyrirskipað að flytja út í samræmi við kaupmála sem hún undirritaði áður en þau gengu í hjónaband árið 1996. Þar er kveðið á um að að hún skuli flytja út innan við 60 daga frá því að sótt væri um skilnað.

Victoria Duffy heldur því fram að hún geti ekki verið neinum til ama þar sem hún dveljist nú í gestahúsi á landareigninni sem sé í órafjarlægð frá aðal íbúðarhúsinu.

Hopper, sem glímir við krabbamein í blöðruhálskirtli, fékk nálgunarbann á fyrrverandi eiginkonu sína stuttu eftir að hann sótti um skilnað frá henni í janúar sl. Samkvæmt því banni ber henni að halda sig a.m.k. í 15 feta fjarlægð, sem samsvarar um 14 km.

Eiginkonan fyrrverandi hefur sakað Hopper um stuðla að illdeilum milli þeirra til þess að koma í veg fyrir að hún geti erft hann þegar þar að komi.

Hopper hefur á móti sakað eiginkonu sína fyrrverandi fyrir að hafa farið ránshendi á heimilinu sem þau deildu eftir að hann tilkynnti að hann hygðist skilja við hana. Hún heldur því aftur á móti fram að hlutirnir hafi tilheyrt henni. Meðal þess sem hún hefur náð í eru þvottakarfa, barnaleikföng, ruslafara, krús til að geyma bómullarhnoðra í, verkjaklukka, handklæði, bunki af tímaritum, tannburstar og kaffibolli.

Læknir leikarans lét nýverið hafa eftir sér að hann væri sannfærður um að heilsa hans gæti barnað ef Debby héldi sig fjarri honum. Saman eiga þau sex ára dóttur sem heitir Galen.

„Nærvera eiginkonunnar fyrrverandi hefur truflandi áhrif á bataferli Hoppers,“ segir David Argus læknir. „Ég er þess fullviss og mæli raunar með því að því minna sem Hopper þarf að hafa með eiginkonu sína fyrrverandi að gera í augnablikinu því meiri líkur séu á því að hann geti lifað lengur.“

Debby heldur því fram að hegðun Hoppers megi skýra með því að hann sé að verða við vilja barna sinna af fyrra hjónabandi, en þau vilja ekki að Debby erfi neitt eftir föður þeirra. Bæði Hopper og læknir hans segja hann með fullri rænu. Debby þarf ekki að flytja fyrr en í fyrsta lagi eftir næsta fundi fyrir rétti sem haldinn verður í næsta mánuði.







mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir