Regnbogi Ólafs veldur vanda

Tölvumynd af listaverkinu á þaki ARoS.
Tölvumynd af listaverkinu á þaki ARoS.

Það hefur ekki reynst þrautalaust að setja listaverk Ólafs Elíassonar, Your Rainbow Panorama, upp í Aros listasafninu í Árósum í Danmörku. Listaverkið er 130 tonna þungur regnbogi sem verður settur á þak hússins. Tæpt ár er frá því undirbúningur að því að setja verkið upp hófst.

Fram kemur í blaðinu Århus Stiftstidende, að byrjað hafi verið í maí í fyrra að styrkja burðarbita hússins, allt frá kjallaranum og upp að þaki, og bæta við bitum á nokkrum stöðum. Hins vegar hafi það reynst erfiðara verk en búist var við og eftir því sem vinnu við uppsetningu verksins hefur miðað áfram.

Til stóð að listaverkið yrði afhjúpað í sumar en tafir gætu orðið á því. Marc Perera Christensen, sem situr í menningarmálanefnd Árósa, segir hins vegar við blaðið að búið sé að finna lausn á vandamálunum  við burðarbitana og því geti vinnan við að setja upp verkið hafist af fullum krafti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir