Pink Floyd hafði betur

Pink Floyd: Dave Gilmour, Roger Waters, Nick Mason og Rick …
Pink Floyd: Dave Gilmour, Roger Waters, Nick Mason og Rick Wright STEPHEN HIRD

Hljómsveitin Pink Floyd hafði betur gegn útgáfufyrirtækinu EMI í dag er breskur dómstóll úrskurðaði þeim í hag og bannaði EMI að selja upptökur hljómsveitarinnar á netinu. Féllst dómari á að samningur sem sveitin vísaði til um að hún heimilaði ekki sölu á tónlist þeirra í bútum. Það er að ekki sé hægt að selja einstök lög Pink Floyd nema að sérstakur samningur liggi þar um.

Pink Floyd gerði útgáfusamning við EMI árið 1967 og meðal annars fellur hljómplatan Dark Side Of The Moon, undir þann samning.

Hjómsveitin Pink Floyd öðlaðist heimsfrægð með framsækinni rokktónlist á sjöunda og áttunda áratugnum. Vinsældir hennar náðu hámarki við útgáfu Darkd Side of the Moon árið 1973 en í kjölfarið fylgdu hinar víðfrægu Wish You Were Here, Animals og loks The Wall árið 1979.

Pink Floyd kom saman að nýju á Live 8 tónleikunum í Hyde Park í London árið 2005. Richard Wright, hljómborðsleikari Pink Floyd, lést árið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson