Ozzy Osbourne á í viðræðum við kvikmyndaframleiðendur um að koma sjálfsævisögu sinni, I am Ozzy, á hvíta tjaldið. Eiginkona hans, Sharon Osbourne, vill að leikkonan Carey Mulligan, fari með hlutverk sitt í myndinni.
Mulligan fékk á sínum tíma tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinni í myndinni An Education star og segir Sharon við fjölmiðla vestanhafs að leikkonan sér kjörin í hlutverkið. Hún sé frábær í alla staði.
Osbourne fjölskyldan situr ekki auðum höndum. Sharon og dóttirin Kelly Osbourne undirbúa nú gerð sjónvarpsþátta þar sem fjallað verður um hvernig mæðgur geta bætt erfið samskipti sín í milli. Í því skyni ætla þær að ferðast um Bandaríkin og taka mæðgur tali.