Meira framhjáhald í Take That

Jason Orange, Gary Barlow, Mark Owen og Howard Donald
Jason Orange, Gary Barlow, Mark Owen og Howard Donald

Annar söngvari Take That, Howard Donald hefur verið afhjúpaður sem framhjáhaldari. Það var fyrrum viðhaldið, Merith Van Oneselen sem sagði frá í viðtali við News of The World.

Hún sagðist hafa átt í átta mánaða sambandi við Howard á meðan hún var enn gift og hann í sambandi við þáverandi barnsmóður sína.

Merith og Howard hittust fyrst árið 2008 þegar hann vann sem plötusnúður í Berlín. Hún segist hafa látið undan eftir að hann hafi gengið á eftir henni með tölvupóstum og sms-skilaboðum. Þau hafi síðan hist í Amsterdam og átt í ástríðufullu sambandi. Þó þau hafi ætlað að taka því rólega hafi þau einfaldlega ekki ráðið við sig þegar þau hittust.

Í lok síðasta árs hafði Merith sótt um skilnað frá manni sínum og Howard slitið sambandinu við barnsmóður sína. Sambandið virðist þó hafa kólnað  síðasta haust en Merith sagði hann hafa sagst þurfa að hugsa um börnin sín.

Í síðustu viku sagði Mark Owen, einnig söngvari Take That frá því að hafa haldið framhjá konu Emmu sinni með tíu konum. Emma henti Mark út og tók niður hringinn en er víst að ákveða næsta skref á meðan Mark er í áfengismeðferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar