Abba í frægðarhöll rokksins

Iggy Pop.
Iggy Pop. AP

Sænska hljómsveitin Abba, pönksveitin Stooges, reggítónlistarmaðurinn Jimmy Cliff og bresku sveitirnar Genesis og The Hollies voru í kvöld teknar inn í frægðarhöll rokksins í New York.

Það hefur vakið athygli að Abba  hljóti þennan heiður þar þar sem sveitin spilaði popptónlist frekar en rokk en  Joel Peresman, forstjóri stofnunarinnar, sem stýrir frægðarhöllinni, segir að þessar sveitir og tónlistarmenn séu fulltrúar alls hins besta í dægurtónlist. 

Inntökuhátíðin er haldin á Waldorf Astoria hótelinu í New York þótt frægðarhöllin sé í raun í Cleveland í Ohio. Hollies munu koma fram á hátíðinni en hvorki Abba né Genesis.  Iggy Pop, sem var í Stooges, mætir og einnig    Jimmy Cliff.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar